FYRIRTÆKIÐ

AtlasL

Atlas lögmenn sinna þörfum viðskiptavina sinna á öllum sviðum lögfræðinnar með það að markmiði að veita alhliða og faglega lögfræðiþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.  Lögmenn stofunnar, sem búa yfir víðtækri reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar, kappkosta að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna með heiðarleika, trúnað og fagmennsku að leiðarljósi.

Skrifstofur Atlas lögmanna eru á 11. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7 í Reykjavík. Lögmenn stofunnar eru Bjarni Hauksson, Björgvin Þórðarson og Harpa Hörn Helgadóttir.

Atlas lögmenn sinna allri almennri hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Meðal verkefna sem lögmenn stofunnar taka að sér fyrir einstaklinga má nefna samningsgerð, vinnuréttarmál, uppgjör skaðabóta og slysamála, fasteignagallamál, sifja- og erfðamál auk verjendastarfa í sakamálum o.fl.

Verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir eru veigamikill þáttur í starfsemi lögmannsstofunnar, en lögmenn hennar hafa meðal annars sérþekkingu í lögfræðilegri ráðgjöf og málflutningi á þeim sviðum lögfræðinnar er tengjast viðskiptum og fjármálamarkaði. Meðal verkefna stofunnar fyrir fyrirtæki og stofnanir er ráðgjöf vegna kaupa og sölu fyrirtækja, gjaldþrotaréttur og fjárhagsleg endurskipulagning, auðlindaréttur, útboðsmál, vinnuréttar- og starfsmannamál, samkeppnisréttur, gerð áreiðanleikakannana o.fl.

Atlas-L